Handboltakappinn Kári Kristján Kristjánsson hefur skrifað undir eins árs samning við handboltalið Þórs og mun leika með liðinu í Olís deild karla í vetur. Kári spilaði síðast fyrir ÍBV.
Kári á að baki 145 A-landsleiki fyrir Ísland og hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi, Danmörku og Sviss.


COMMENTS