KEA styrkir Velferðarsjóð EyjafjarðarsvæðisinsMynd: KEA.is

KEA styrkir Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðisins

Líkt og undanfarin ár styrkir KEA jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins. Velferðarsjóðurinn er samstarfsverkefni Rauða krossins, Hjálpræðishersins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar og veitir heimilum og fjölskyldum aðstoð fyrir jólin í formi gjafakorta í matvöruverslunum.

KEA hefur verið styrktaraðili sjóðsins frá upphafi. Starfssvæði sjóðins er Eyjafjörður, frá Siglufirði til Grenivíkur.

Upplýsingar um hvernig má styrkja sjóðinn má finna með því að smella hér.

COMMENTS