Knattspyrnulið Þór/KA hélt lokahóf síðastliðinn föstudag þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórn og sjálfboðaliðar komu saman og gerðu sér glaðan dag. Hófið var með hefðbundnum hætti, ljúffengum mat, skemmtiatriðum og verðlaunaafhendingum.
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Þór/KA á lokahófinu. Bríet Fjóla Bjarnadóttir fékk verðlaun sem efnilegasti leikmaðurinn og þá var Margrét Árnadóttir valin leikmaður leikmannanna.
Margrét Árnadóttir fékk einnig Kollubikarinn. Kollubikarinn var veittur í tíunda sinn í ár. Gripurinn er veittur í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur, fyrrum leikmanns og stjórnarkonu í Þór/KA. Stjórn Þórs/KA ákveður hver hlýtur Kollubikarinn ásamt dæmtrum Kolbrúnar, þeim Ágústu og Örnu Kristinsdætrum.


COMMENTS