Lögreglan á Akureyri auglýsti í morgun eftir 75 ára konu, með heilabilun, sem talin var hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um klukkan 4 í nótt.
Íbúar voru beðnir um að hafa augun opin og láta vita í síma 112 ef þeir sæju konuna. Sérstaklega á miðbæjarsvæðinu.
Klukkan 07:39 í morgun greindi lögreglan frá því að konan væri fundin heil á húfi og þakkaði fyrir veitta aðstoð við leitina.


COMMENTS