Krambúðin við Byggðaveg 98 á Akureyri mun loka fyrir fullt og allt á næstu dögum. Þetta kemur fram á vef Akureyri.net í dag.
„Við stefnum að því að tæma verslunina á nokkrum dögum og loka. Verslunin hefur verið rekin með tapi of lengi og því er þessi ákvörðun tekin,“ segir Svanur Valgeirsson, framkvæmdastjóri Krambúða og verslana 10-11 hjá Samkaupum, í samtali við akureyri.net í dag.
Eins og kemur fram í umfjöllun Akureyri.net hefur verið rekin verslun við Byggðaveg 98 á Akureyri í rúmlega sex áratugi. KEA byggði húsið og hóf þar verslunarrekstur árið 1964.
Ítarlegri umfjöllun má finna á Akureyri.net þar sem einnig er rætt nánar við Svan Valgeirsson.


COMMENTS