Kristján Örn og Harðarbörn kaupa Gamla Bauk af Norðursiglingu

Kristján Örn og Harðarbörn kaupa Gamla Bauk af Norðursiglingu

Nýr kafli er hafinn í sögu veitingastaðarins Gamla Bauks á Húsavík, en þau Kristján Örn Sævarsson, Þórunn Harðardóttir, Heimir Harðarson og Hildur Harðardóttir hafa ásamt mökum keypt allan húsakost Bauksins af Norðursiglingu. Húsavík.com ræddi við Kristján Örn þar sem hann var á fleygiferð við undirbúning Þorrablótsins, sem fer fram í dag.

Kristján Örn og kona hans, Kristveig Halla, standa að félaginu Norðanmatur, sem mun áfram reka veitingastaðinn í Gamla Bauk líkt og gert hefur verið undanfarin ár, nú sem hlutaeigendur húsnæðisins í stað leigutaka, í félagi við börn Harðar Sigurbjarnarsonar sem var einn af upprunalegum hugmyndasmiðum staðarins.

Umfjöllun á vef Húsavík.com

COMMENTS