Kvenfélagið Baldursbrá á Akureyri gaf lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri höfðinglega gjöf sem kom til með að nýtast aðstandendum í líknarrýmum. Þetta segir í tilkynningu á Facebook síðu sjúkrahússins.
Gjöfin samanstóð af ferðarúmi fyrir aðstandendur og tveimur yfirdýnum á rúmið, tveimur standlömpum, tveimur settum af rúmfötum og tveimur saltlömpum.


COMMENTS