Kvennaverkfall á Akureyri 

Kvennaverkfall á Akureyri 

Á morgun verður Kvennaverkfall á Akureyri og efnt er til baráttu- og samstöðufundar á Ráðhústorgi á Akureyri klukkan 11:15. Með kvennaverkfalli taka konur og kvár höndum saman og leggja niður launuð sem ólaunuð störf nú þegar fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennaverkfallinu á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna árið 1975.

Kvennaverkfall 2023 gerði kröfur um breytingar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs setti fram í formi aðgerða sem grípa þarf til, afhenti stjórnvöldum og gaf þeim til 24. október 2025 til að hrinda í framkvæmd. Kröfur kvennaárs eru birtar á mælaborði hér: https://kvennaar.is/maelabord/

Gert er ráð fyrir fjölda þátttakenda í dagskránni á morgun, sem má sjá hér að neðan.

Viðburðinn á Akureyri má finna hér: https://fb.me/e/950Br0jBy

COMMENTS