Kynningarfundur um fjárfestingaátak á Akureyri

Kynningarfundur um fjárfestingaátak á Akureyri

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) verður með opinn kynningarfund um fjárfestingaátak sitt hjá Drift, Strandgötu 1, Akureyri 25. september næstkomandi klukkan 12:00.

Í fjárfestingaátakinu gefst sprotafyrirtækjum sem eru komin stutt á veg í sinni vegferð tækifæri á að sækja um fjárfestingu.

Öll eru velkomin á kynningarfundinn til að fá frekari upplýsingar um hvernig hægt er að sækja um, hvað er til framdráttar við umsókn og annað sem getur komið að góðum notum. Fjárfestingar á frumstigi (pre-seed) hafa átt undir högg að sækja. Á síðasta ári voru fjárfestingar á frumstigi með minnsta móti á meðan metþátttaka var í viðskiptahröðlum og styrkumsóknum til Tækniþróunarsjóðs. Eitt af hlutverkum NSK er að byggja brú yfir til fjárfesta og því er farið af stað með þetta fjárfestingaátak.

Dagskrá kynningarfundar:

  • Hrönn Greipsdóttir, forstjóri NSK, segir frá sjóðnum
  • Valdimar Halldórsson, fjárfestingastjóri hjá NSK, kynnir átakið og fer yfir umsóknarferlið
  • Ingólfur Bragi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Mýsköpun, segir frá félaginu og samstarfinu frá NSK
  • Spurningar

Fundarstjóri verður Sesselja Reynisdóttir, framkvæmdastýra DRIFTAR EA á Akureyri en félagið hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

COMMENTS