Viðskiptavinur PK Campers bílaleigunnar hefur vakið mikla athygli fyrir val á bílastæði yfir nóttina. Bíl PK Campers var lagt mitt á hringtorgið við aðalinngang Menningarhússins Hof í gærnótt.
Meðlimir í Facebook-hópnum Verst lagði bíllinn hafa skemmt sér vel yfir mynd sem einn meðlimur lagði upp þar fyrr í dag. „Þessi gisti á sleppistæðinu við Hof á Akureyri“ stóð við myndina sem má sjá með fréttinni.
„Haha þetta er ein leið til að leggja án gjalds,“ skrifar ónefndur meðlimur hópsins en margir virðast ánægðir með uppátækið í athugasemdum.
Smelltu hér til að skoða Facebook-hópinn Verst lagði bíllinn


COMMENTS