Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði

Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði

Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Landsbankinn er þar með fluttur úr gamla Landsbankahúsinu við Strandgötu 1 þar sem hann hefur verið frá árinu 1954.

Útibúið er opið á milli klukkan 10 til 16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.

Útibúið á Akureyri er eitt af stærstu útibúum Landsbankans en þar starfa um 30 manns. Um helmingur vinnur við þjónustu í útibúinu sjálfu en aðrir vinna ýmist í Þjónustuveri Landsbankans, sem þjónar viðskiptavinum um allt land, eða í miðlægum deildum bankans, s.s. við upplýsingatækni og lögfræðiráðgjöf. Nýja húsnæðið er samtals um 600 fermetrar að stærð og í tilkynningu Landsbankans segir að það sé hagkvæmara og hentugra en eldra húsnæði.

COMMENTS