Landsmót C-sveita haldið á Akureyri – Ókeypis tónleikar á sunnudaginnLjósmynd: Tónlistarskólinn á Akureyri

Landsmót C-sveita haldið á Akureyri – Ókeypis tónleikar á sunnudaginn

Um helgina fer fram Landsmót C – sveita hér á Akureyri og af því tilefni verða hátt í 200 blásarar af öllu landinu á æfingum. Í lok móts verða síðan tónleikar þar sem allir eru velkomnir að koma og hlusta á afrakstur æfinga helgarinnar. Tónleikarnir verða í Hofi á sunndaginn kl. 11:45, standa í um hálftíma og er algjörlega ókeypis. „Það er því alveg tilvalið að skella sér á tónleika svona rétt fyrir hádegismatinn,“ segir í tilkynningu frá Tónlistarskólanum. Þar segir einnig:

Fyrir þá sem langar að gera meira Tónóstöff þá verða strengjasveitirnar síðan með Bingó í VMA kl. 14:00 þar sem hægt er að kaupa vöfflur og kaffi og spila bingó til styrktar menningarferðar sveitanna í apríl.

Þarna er svo sannarlega komin uppskrift að skemmtilegum sunnudegi.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á tónleikum og bingó!

COMMENTS