Landverðir á norðurhálendi fóru ásamt meðlimum í Eyjafjarðar- og Austurlandsdeildum Ferðaklúbbsins 4×4 í leiðangur til að lagfæra skemmdir vegna utanvegaaksturs á Öskjusvæðinu. Kaffið greindi frá því á dögunum að umfangsmiklar skemmdir hefðu orðið vegna utanvegaaksturs um og við veginn frá Suðurárbotnum, suður í Dyngjufjalladal og inn Vikrafellsleið.

Lagfæringaleiðangurinn var farinn þann 27. september síðastliðinn og þátttakendur unnu hörðum höndum við að raka og laga utanvegaakstursförin eins og hægt var. Í tilkynningu á Facebook síðu Gígs, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að lagfæringar hafi heppnast vonum framar, þó enn liggi fyrir að laga skemmdir á Vikrafellsleið, þar sem utanvegaakstursför liggja um a.m.k. 15 kílómetra kafla.



COMMENTS