Á vef Akureyrarbæjar hefur verið óskað eftir þátttakendum í Draugaslóð, sem fer fram á Hamarskotstúni á Akureyrarvöku, föstudagskvöldið 29. ágúst.
Leitað er að:
- Einum karlmanni, eldri en fimmtugt
- Tveimur einstaklingum, 18 ára og eldri
- Einstaklingi sem leikur á gítar
Draugaslóð er órjúfanlegur hluti Akureyrarvöku þar sem vættir og hulduverur verða á sveimi um Hamarskotstún. Viðburðurinn er styrktur af Landsbankanum.
Skráning og frekari upplýsingar:
Netfang: draugaslod@gmail.com
Nánari upplýsingar um dagskrá Akureyrarvöku eru á www.akureyrarvaka.is


COMMENTS