Léttir tilnefnir Atla Frey og Auði sem íþróttakarl og íþróttakonu Akureyrar 2025Mynd: Hestamannafélagið Léttir

Léttir tilnefnir Atla Frey og Auði sem íþróttakarl og íþróttakonu Akureyrar 2025

Hestamannafélagið Léttir hefur tilnefnt þau Atla Frey Maríönnuson og Auði Kareni Auðbjörnsdóttur til íþróttamanns og íþróttakonu Akureyrar árið 2025. Atli Freyr var valinn knapi ársins í meistaraflokki og Auður Karen knapi ársins í ungmennaflokki á uppskeruhátíð félagsins í síðustu viku.

Hér að neðan má sjá viðurkenningahafa uppskeruhátíðarinnar:

Knapi ársins, meistaraflokki

Atli Freyr Maríönnuson

Knapi ársins, áhugamannaflokki

Mathilde Larsen

Knapi ársins, ungmennaflokki

Auður Karen Auðbjörnsdóttir

Skeiðknapi ársins

Atli Freyr Maríönnuson

Knapi ársins, unglingaflokki

Áróra Heiðbjört Hreinsdóttir

Knapi ársins, barnaflokki

Ragnheiður Klara Pétursdóttir

COMMENTS