LMA hafnaði í þriðja sæti í Leiktu betur

LMA hafnaði í þriðja sæti í Leiktu betur

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, LMA, tók þátt í Leiktu betur keppni í síðustu viku og endaði í þriðja sæti. Um nokkurs konar leikhússport er að ræða þar sem nemendur í leikfélögum framhaldsskólanna etja kappi við hvern annan í svokölluðum spuna og öðrum leikrænum tilburðum fyrir framan áhorfendur.

Lið LMA skipuðu Ágústa Kort Gísladóttir, Birkir Leví Kristinsson, Brynja Hlín Björgvinsdóttir og Elvar Björn Ólafsson. Leiktu betur er hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem fór fram dagana 1. til 9. nóvember.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Elvar, Birki, Ágústu og Brynju á sviðinu í Tjarnarbíói. Myndin er fengin af Facebook-síðu Unglistar.




COMMENTS