Lögmaður í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi

Lögmaður í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi

Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag að starfandi lögmaður hafi verið handtekinn þann 18. nóvember síðastliðinn. Embættið hefur undanfarna mánuði unnið að umfangsmikilli rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem lögmaðurinn er grunaður um aðild að. Samkvæmt lögreglu snýr starfsemi þessi að peningaþvætti, fíkniefnamisferli og því að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til Íslands.

Héraðsdómur úrskurðaði manninn í vikulangt gæsluvarðhald og krafa hefur verið lögð fram um áframhaldandi gæsluvarðhald. Tilkynningu lögreglunnar má sjá í heild sinni hér að neðan.

COMMENTS