Lögreglan æfir akstur með forgangi á Akureyri

Lögreglan æfir akstur með forgangi á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra verður með æfingar í AMF, akstri með forgangi, fyrir hluta af sínu lögreglufólki í dag og á morgun, 18. og 19. ágúst. Æfingarnar verða innanbæjar á Akureyri og í tilkynningu lögreglunnar segir að það kunni að valda smávægilegu ónæði.

Eftir hádegi báða þessa daga, í skamma stund þó, má reikna með lögreglubifreiðum í forgangsakstri innanbæjar með bæði bláum ljósum og sírenum.

„Þetta kann að valda einhverju smávægilegu ónæði en við biðjum alla þá sem upplifa óþægindi af einhverju tagi, að sína okkur þolinmæði vegna þessara æfinga,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Facebook.

COMMENTS