Háskólinn á Akureyri hefur tekið til skoðunar nafnlausar ábendingar kvenkyns nemenda á öðru ári í lögreglufræði þar sem karlkyns nemendur eru sagðir hafa deilt sín á milli myndum af bekkjarsystrum sínum og gert sér að leik að giska á hver þeirra ætti hvaða líkamsluta án þeirrar vitundar eða samþykkis. Fjallað er um málið á mbl.is.
Nemendurnir eru sagðir hafa deilt myndum á milli sín í hóp á samfélagsmiðlinum Snapchat og gefið einkunnir.
Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, staðfestir í samtali við mbl.is, að málið sé í skoðun hjá Háskólanum á Akureyri og einnig hjá menntasetri lögreglunnar í Reykjavík. Hún segir að borist hafi nafnlaus ábending í október sem hafi hrint athuguninni af stað.
Í umfjöllun RÚV vegna málsins segir að málið sé til skoðunar hjá Fagráði skólans sem starfar samkvæmt reglum um viðbrögð við einelti, ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan háskólans.
Áslaug segist ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti en segir að það sé litið alvarlegu augum ef rétt reynist. Nemendur hafa verið upplýstir um að málið sé til skoðunar.


COMMENTS