Um verslunarmannahelgina fer fjölskylduhátíðin Ein með öllu fram á Akureyri, auk þess sem fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á föstudag og laugardag.
Á vef Akureyrarbæjar segir að af þessum sökum megi búast við tímabundnum lokunum gatna í bænum, til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. Bæjarbúar og gestir eru beðnir um að sýna tillitsemi og taka þátt í að skapa góða stemningu í bænum um helgina. Hér að neðan má sjá myndir af vef bæjarins með uppýsingum um götulokanir.


„Við vonum að öll njóti hátíðarinnar og skemmti sér vel – og minnum sérstaklega á að sýna hlaupurum og öðrum viðburðargestum kurteisi og tillit,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.
Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Einnar með öllu og hér er vefsíða fjallahlaupsins.