Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hófst í gærkvöldi. Menntaskólinn á Akureyri komst áfram með sigri á Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, 19 – 14.
Liðið MA skipa þau Elva Rut Birkisdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Tómas Kristinsson. Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Menntaskólinn við Sund komust einnig áfram eftir viðureignir gærdagsins.
Í dag fara fram fjórar viðureignir til viðbótar og á morgun líkur fyrstu umferðinni með fimm viðureignum. Verkmenntaskólinn á Akureyri mætir Menntaskólanum að Laugarvatni í lokaviðureign fyrstu umferðarinnar á morgun klukkan 20:10.
Önnur umferð keppninnar fer fram 19. og 21. febrúar. Þeir skólar sem komast áfram í annarri umferð munu taka þátt í sjónvarpsútsendingum keppninnar sem hefjast 26. febrúar.


COMMENTS