Lið Menntaskólans á Akureyri lauk keppni í Gettu betur, spurningakeppni framhaldskólanna, þetta árið í gærkvöldi eftir tap gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð.
MA og MH mættust í úrslitum keppninnar á síðasta ári og þá fór MH einnig með sigur af hólmi. Viðureigninni í gær lauk með 34-15 sigri MH. MA kemst því ekki áfram í sjónvarpsútsendingar þetta árið.
Lið MA í ár skipuðu þau Elva Rut Birkisdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Tómas Kristinsson.


COMMENTS