Akureyrski tónlistarmaðurinn hákon (Hákon Guðni Hjartarson) og skagfirska tónlistarkonan Malen (Malen Áskelsdóttir) gáfu saman út lagið ‚Silhouette‘ í morgun. Alexander Orri samdi með þeim lagið og útsetti ásamt Halldóri Gunnari, sem sá einnig um hljóðfæraleik. Í tilkynningu þakkar Hákon einnig útgáfufyrirtækinu Iceland Sync Creative fyrir að tengja þetta listafólk saman.
Lagið er hægt að finna á öllum helstu streymisveitum með því að smella hér, eða í spilaranum hér fyrir neðan.


COMMENTS