MAMMA MIA PARTY kemur á Græna Hattinn

MAMMA MIA PARTY kemur á Græna Hattinn

Eftir að hafa slegið í gegn á Sviðinu Selfossi síðustu mánuði, þar sem öll kvöld voru uppseld, heldur MAMMA MIA PARTY norður á Græna Hattinn 24. og 25. október næstkomandi.

Þessi svokallaða partý sería hefur heillað gesti með fjöldasöng, pub quiz, dansi og óvæntum uppátækjum en það er Fríða Hansen sem leiðir fjörið frá upphafi til enda ásamt góðu teymi.

„Ég er virkilega spennt að koma norður með MAMMA MIA PARTY. Þetta hefur verið algjör draumur, aðsóknin hefur verið ótrúleg og við erum í skýjunum yfir viðtökunum. Það toppar ekkert þessi lög frá ABBA, það verður bara tryllt stemning og allir glaðir. Það segir allt sem segja þarf um þessa einstöku upplifun,“ segir Fríða Hansen.

Myndir: Brynja Eldon

COMMENTS