Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á Svalbarðseyri í gær af ljósmyndaranum Florian Hofer. Það sýnir Mandarínönd á sundi. Lesendur eru hvattir til þess að skoða fleiri ljósmyndir Florians á Facebook síðu hans, „Florian Hofer Photo.“
Mandarínendur er sérlega litskrúðug andartegund sem rekur uppruna sinn til Asíu. Tegundin breiddist um Evrópu og Bretlandseyjar á 20. öld og er nú fremur algengur varpfugl í álfunni. Á Íslandi er tegundin aftur á móti afar sjaldséður flækingur og verpir hún ekki hér á landi, enda kýs hún helst að verpa í skóglendi og gerir hreiður sín í trjám.



COMMENTS