Matthías Örn valinn pílukastari ársins 2024

Matthías Örn valinn pílukastari ársins 2024

Stjórn ÍPS hefur tilkynnt um pílukastara ársins 2024. Kosning fór fram síðastliðið vor en afhending viðurkenninganna tafðist. Matthías Örn Friðriksson sem keppir fyrir Þór Akureyri var valinn pílukastari ársins í karlaflokki.

Matthías átti afburða gott ár árið 2024 og þrátt fyrir að margir hafi gert tilkall til viðurkenningarinnar bar han yfirgnæfandi sigur úr bítum í kosningunni.

Hér má sjá lista yfir afrek Matthíasar árið 2024:

• 1. Sæti – Íslandsmót 501 – Einmenningur karla

• 1. Sæti – Íslandsmót Krikket – Einmenningur Karla

• Floridanadeildin – 1. Sæti – Umferð 2

• Landsliðsmaður 2024

Í kvennaflokki hlaut Brynja Herborg viðurkenninguna en nánar má lesa um pílukastara ársins á vef ÍPS með því að smella hér.

COMMENTS