Einangrunargeta á Sjúkrahúsinu á Akureyri er komin að þolmörkum vegna fjölda sjúklinga með umgangspestir. Fólk sem hefur verið með flensueinkenni, uppköst og/eða niðurgang síðustu daga er beðið um að koma ekki inn á sjúkrahúsið. Ef það reynist nauðsynlegt að mæta þó einkenni séu til staðar skal nota andlitsgrímu. Gestir eru einnig beðnir um að nota handspritt. Eftirfarandi tilkynning var sett á Facebook síðu sjúkrahússins í dag:

Nú er mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna fjölda koma og innlagna sjúklinga með inflúensu og annarra umgangspesta. Einangrunargetan er komin að þolmörkum.
Því vill SAk koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri:
Ef þið eruð með einkenni öndunarfærasýkingar (inflúensu eða umgangspesta) skal fresta heimsókn.
Ef nauðsynlegt er að koma, notið grímu og hreinsið hendur fyrir og eftir heimsókn.
Við minnum á vaktsíma heilsugæslunnar s. 1700 og netspjall Heilsuveru.
Bent er á að æskilegt sé að lesa leiðbeiningar á Heilsuveru áður en leitað er á bráðamóttöku: https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/influensa


COMMENTS