Laugardaginn 13. september 2025, klukkan 13 til 15, var haldið alþjóðlegt eldhús á Amtsbókasafninu á Akureyri. Í tilkynningu á vef Amtsbókasafnsins segir að nær fjögur hundruð einstaklngar sem fengu að gæða sér á mat frá um tíu löndum hafi mætt á alþjóðlega eldhúsið.
„Vel var haldið utan um viðburðinn, skipulagning til fyrirmyndar og gestir afar glaðir, saddir og sáttir! Sómalía, Panama, Japan, Þýskaland, Bæjaraland, Úkraína, Lettland o.fl. buðu upp á fjölbreytilegan mat, hvort sem um var að ræða sætt eða ósætt, forrétt, aðalrétt eða eftirrétt.
Umgengni gesta var líka mjög góð og við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna (sem og kokkunum fyrir matinn og sjálfboðaliðunum sem héldu utan um viðburinn),“ segir í tilkynningu Amtsbókasafnsins.


COMMENTS