Nýverið birtist grein í National Geographic Traveller þar sem umhverfi Akureyrar og Tröllaskagi fá sérstaklega góðar undirtektir sem áfangastaðir fyrir ferðamenn sem vilja upplifa kyrrð og náttúru á ferðalagi um Ísland.
Í greininni “Looking for a quiet escape in Iceland? Try the Troll Peninsula” er vetrarferðalagi frá Akureyri um Tröllaskaga lýst og svæðið sagt upplagt til að hvíla hugann og endurnæra sig í íslenskri náttúru.
Blaðamaður nefnir Akureyri sem kjörinn upphafsstað ferðalagsins, þar sem hægt er að njóta sögu Akureyrar á Minjasafninu og fara í hvalaskoðun í Eyjafirði áður en haldið er norður fjörðinn. Á degi 2 er mælt með bíltúr til Siglufjarðar. Lesendum er svo bent á að skoða Demantshringinn sem er sagður bjóða upp á allt það sem ferðamenn leiti að á Íslandi.
Þá er fjallað er um að nýjar flugsamgöngur til Akureyrar geri svæðið aðgengilegra en áður.


COMMENTS