Nemendur í áfanganum Miðlunartækni við Framhaldsskólann á Laugum hafa búið til og gefið út nýtt kynningarmyndband fyrir skólann.
„Skipt var í hópa eftir áhugasviði sem var meðal annars, handritsgerð, leikarar, stílisering. upptaka og klipping. Við óskum nemendum innilega til hamingju með þetta stórglæsilega myndband sem við sjáum hér fyrir neðan. Skilboðin þeirra eru skýr,“ segir í tilkynningu frá skólanum.


COMMENTS