Norðlensk hönnun og handverk stendur fyrir sýningu í Hlíðarbæ

Norðlensk hönnun og handverk stendur fyrir sýningu í Hlíðarbæ

Norðlensk hönnun og handverk stendur fyrir sýningu helgina 25. – 26. október næstkomandi í Hlíðarbæ.

Þar koma hönnuðir víða að með vörur sínar til að kynna þær fyrir íbúum Norðurlands. Flestir sem eru að koma á sýninguna eru með vörunar sínar einungis í vefverslunum og því gott tækifæri að geta komið og skoðað það sem hönnuðirnir hafa upp á að bjóða.

„Margir sýnendur koma ár eftir ár og svo eru aðrir sem eru að koma í fyrsta skipti og því alltaf eitthvað nýtt að sjá. Vörurúrvalið sem verður á sýningunni um helgina  hefur aldrei verið eins fjölbreytt og eru vörurnar handunnar af seljendum. Þess vegna er þetta frábært tækifæri fyrir alla að ná sér í einstaka vöru,“ segir Brynhildur Reykjalín sem stendur fyrir sýningunni.

Á sýningunni um helgina verða um 25 hönnuðir, hver  með sinn bás að kynna hvað þeir hafa upp á að bjóða og koma sinni vöru á framfæri.

„Þar geta allir fundið sér eitthvað sér til hæfis svo sem skemmtilega grafík, heimagerðar sápur, útskorin við og bein, vandaðar hönnunarflíkur bæði á fullorðna og börn. Þar verða einnig falleg handgerð kerti, handlitaðar snyrtitöskur, kermik af ýmsu tagi, ýmiskonar matur allt frá sultum upp í kjöt, skartgripir, dagbækur og dagatöl svo eitthvað sé nefnt, listinn er vart tæmandi,“ segir Brynhildur.

Kvenfélag Hörgdæla og Kvenfélag Svalbarðsstrandar bjóða svo uppá sælkerahorn fyrir gesti sýningarinnar.

„Það er því óhætt að segja að það verði eitthvað fyrir alla í Hlíðarbæ um helgina, ekki missa af þessari frábæru sýningu og að sjá hvað hönnuðir hér í kring hafa uppá að bjóða og byrja jólainnkaupin með stæl. Verslum íslenskt og styðjum við bakið á smáfyrirtækjum sem veita persónulega þjónustu þar sem áhersla er lögð á gæði umfram fjöldaframleiðslu,“ segir Brynhildur

SÝNINGARAÐILAR:

– BRYN – Design

– Helena saumar

– Sif hannar

– Keramikloftið

– Blúndur og blóm

– Ósk barnaföt

– No1 kerti

– R-rabarbari

– Jónsdóttir & co

– Drekagull

– Sillukot – Handgerðar íslenskar heimilisvörur

– Öxnhóls Handverk

– Höllin verkstæði

– LBB

– Garðurinn minn

-Hilma – hönnun og handverk

– Rúnalist Gallerí

– Linda Björk Art/Pure Icelandic

– Ögn Icelandic bækurnar

– ÞÞ Handverk

-Anita Karin Guttesen

– Vonarbrú

KÖKUBASAR:

– Laugardagur: Kvenfélag Hörgdæla

– Sunnudagur: Kvenfélag Svalbarðsstrandar

OPNUNARTÍMI:

Laugardagurinn 25. október kl. 11-17

Sunnudagurinn 26. október kl. 11-17

Verið hjartanlega velkomin!

COMMENTS