Norðlensk nýsköpun hjálpaði ofurhlaupara í Bakgarðshlaupinu

Norðlensk nýsköpun hjálpaði ofurhlaupara í Bakgarðshlaupinu

Ofurhlauparinn Þórdís Jónsdóttir fór lengst allra kvenna í Bakgarðshlaupinu sem fór fram í Heiðmörk síðustu helgi. Hún hljóp 281,7 kílómetra sem samsvarar því að hlaupa frá Akureyri til Bifrastar í Borgarfirði á 42 klukkustundum. Þórdís var í 2. sæti af 230 keppendum sem hófu keppni.

Við undirbúninginn notaði Þórdís íslenska heilsusmáforritið LifeTrack til þess að halda utan um næringu sína. Smáforritið er sérsniðið að íslenskum markaði og aðstoðar fólk við að borða rétt magn af mat miðað við mismunandi markmið. Auk þess styður það við aðra grunnþætti heilsu, s.s. svefn, hreyfingu og andlega líðan. 

„Bakgarðshlaupið er áskorun sem reynir bæði á andlegt og líkamlegt þol og með LifeTrack appinu náði ég að undirbúa mig vel. Rétt næring er lykill að velgengninni og þar spilaði LifeTrack mikilvægt hlutverk fyrir mig til þess að komast lengra en nokkru sinni fyrr,“ segir Þórdís Jónsdóttir hlaupari og bætir við „LifeTrack var algjört leikbreytir frá síðasta Bakgarðshlaupi. Núna hélt ég næringarplani allt hlaupið og það skiptir öllu máli“. 

Nýlega var sagt frá því að knattspyrnulið Þórs frá Akureyri sem sigraði Lengjudeildina hafi einnig nýtt sér LifeTrack smáforritið til þess að komast í efstu deild í fyrsta sinn á 11 árum.

„LifeTrack appið hefur náð mikilli útbreiðslu á meðal íþróttafólks á stuttum tíma þar sem fólk sér hvaða áhrif það hefur að vera með slíkt verkfæri í vasanum. Í teyminu okkar eru bæði næringarfræðingur og læknir sem hafa aðstoðað við að þróa þessa einstöku lausn sem ekki einungis nýtist íþróttafólki heldur einnig fólki sem vill létta sig eða byggja upp styrk og orku,“ segir Akureyringurinn Ingi Torfi Sverrisson, annar stofnanda LifeTrack ehf.

COMMENTS