Grenndarstöð opnuð í HrafnagilshverfiMynd/Eyjafrjarðsveit

Grenndarstöð opnuð í Hrafnagilshverfi

Grenndarstöð hefur nú verið komið fyrir við leikskólann Krummakot í Hrafnagilshverfi þar sem hægt er að losa sig við nokkra endurvinnsluflokka. Á svæðinu er hægt að losa sig við bylgjupappa, sléttan pappa (fernur), dagblöð, plastumbúðir, málmumbúðir, gler og rafhlöður. Fljótlega verður hægt að losa sig við kerti.

COMMENTS