Ný veggjalist í ListagilinuLjósmyndir: Akureyri - Miðbær á Facebook

Ný veggjalist í Listagilinu

Götulistamaðurinn Stefán Óli Bladursson, sem stundum gengur undir listamannanafninu Mottan, vinnur þessa dagana að nýju vegglistaverki í Listagilinu. Verkið er á austurhlið Kaupvangsstrætis 19, þar sem Fornbókabúðin Fróði var til húsa um árabil. Það blasir því við gestum og gangandi í hjarta bæjarins. Málverkið er byggt á gömlum ljósmyndum af Akureyri.

Veggjalist Stefáns má finna víða um land, allt frá Reykjavík til Djúpavogs, en lesendur geta fundið frekari upplýsingar um verk Stefáns á Instagram síðu hans @mottandi, eða heimasíðu hans, mottan.is.

COMMENTS