Nýja DNG færavindan vekur mikla athygli á Iceland Fishing ExpoMynd/SlippurinnDNG

Nýja DNG færavindan vekur mikla athygli á Iceland Fishing Expo

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll og hefur aðsókn verið framar björtustu vonum á sýningarbás Slippins DNG. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins en Slippurinn DNG kynnir fjölbreytta þjónustu og vörur frá fjórum sviðum sínum: Skipaþjónustu, DNG Vinnslubúnað, DNG Færavindur og Fiskeldi & Iðnað.

„Aðsóknin er framar björtustu vonum okkar. Nýja DNG R1 færavindan hefur fengið einstaklega jákvæðar viðtökur og við höfum þegar selt fjölda vinda hér á sýningunni,“ segir Daði Tryggvason, verkefnastjóri hjá DNG Færavindum.

„Í ár hefur verið algjör sprenging í sölu á R1 færavindum og það er ljóst að salan mun rúmlega tvöfaldast miðað við fyrri ár.“

Sýningin hefur dregið að sér fjölda gesta úr sjávarútvegi og skyldum greinum og er mikilvægur vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna nýjungar og tækni fyrir sjávarútveginn. Ljóst er að áhugi fagfólks er mikill á þeim lausnum sem Slippurinn DNG og aðrir sýnendur kynna á sýningunni. Sýningin var opnuð í fyrradag og lýkur henni síðar í dag, föstudag.

COMMENTS