Nýliðar KA/Þór á toppnum eftir sigur á ÍBV

Nýliðar KA/Þór á toppnum eftir sigur á ÍBV

KA/Þór vann flottan 30-25 sigur á ÍBV í 2. umferð Olísdeildarinnar í handbolta í KA heimilinu um helgina. Nýliðar KA/Þór hafa því unnið fyrstu tvö leiki sína í deildinni og sitja á toppi deildarinnar ásamt ÍR.

KA/Þór áttu flottan leik og leiddu 14-12 í hálfleik. KA/Þór hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Þær héldu forystunni út hálfleikinn og unnu leikinn eins og áður segir 30-25.

Frábær sigur hjá KA/Þór sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins. Aðeins KA/Þór og ÍR eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina.

COMMENTS