Nýr bar í miðbæ Akureyrar – Myndir

Nýr bar í miðbæ Akureyrar – Myndir

Listamaðurinn Vikar Mar opnaði barinn LEYNI í göngugötunni á Akureyri fyrir helgi. Barinn er þar sem Apótekarinn var síðast til húsa. Hér að neðan má sjá myndir af nýjasta bar Akureyrar.

Vikar ræddi við Kaffið.is fyrir opnunina á föstudaginn og sagðist meðal annars vonast til þess að skapa „strangheiðarlega bar stemningu.“

„Í fremri salnum á fólk að geta setið að sumbli og spjallað, en innri salurinn verður aftur á móti notaður meira fyrir ýmsa viðburði og lifandi tónlist,“ sagði Vikar.

Nánar er rætt við Vikar hér.

María Hjelm, fréttaritari Kaffið.is, kíkti í heimsókn á LEYNI og tók þessar myndir:

COMMENTS