Birkir Örn Stefánsson tók nýverið við starfi sem forstöðumaður rekstrar og innkaupa hjá HSN, en um er að ræða nýtt starf innan stofnunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu HSN í dag.
Birkir er með BSc í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá HA, MLM í verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst auk þess að hafa klárað áfanga í mannauðsstjórnun. Á árunum 2007-2019 starfaði Birkir sem sölu- og svæðisstjóri hjá 66N og frá 2019-2024 sem innkaupastjóri hjá Kjarnafæði Norðlenska (áður Norðlenska).
Birkir er fæddur og uppalinn á Svalbarðseyri en býr í dag á Akureyri ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum.
„Við bjóðum Birki Örn hjartanlega velkominn í okkar góða hóp,“ segir á vef HSN.


COMMENTS