Nýtt hjúkrunarheimili í Holtahverfi

Nýtt hjúkrunarheimili í Holtahverfi

Hafinn er undirbúningur á útboði fyrirhugaðs 6.500 m2 hjúkrunarheimilis sem rísa skal í Holtahverfi á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrar.

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir hefur birt svokallaða forauglýsingu fyrir hönd félags- og húsnæðismálaráðuneytisins en ætlunin er að ríkið leigi fyrir hjúkrunarheimili húsnæðið sem reist verður á lóðinni Þursaholt 6.

Gert er ráð fyrir að fullnaðarhönnun og framkvæmd taki allt að 40 mánuði, og að leigusamningur verði gerður til 25 ára. Áætlað er að útboðið verði auglýst í lok nóvember/byrjun desember 2025, bæði innanlands og á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Hér er auglýsingin frá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum.

COMMENTS