Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, undirrituðu föstudaginn 23. maí formlega samning sem markar stórt skref í átt að byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Norðurþingi.
Heimilið, sem verður með um 60 rýmum, mun bæta verulega þjónustu við aldraða íbúa svæðisins og aðbúnað starfsfólks.
Samkvæmt samningnum útvegar Norðurþing ríkinu lóðina en á næstunni verður auglýst eftir aðila til að byggja hjúkrunarheimilið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í desember á þessu ári eða í janúar 2026 og standi til lok árs 2027. Ríkið mun síðan leigja húsið með leigusamningi til 20-30 ára.


COMMENTS