Nýtt vélmenni þjónar á GreifanumMynd/RÚV – Kristófer Óli Birkisson

Nýtt vélmenni þjónar á Greifanum

Robbi, nýr rafknúinn þjónn á veitingastaðnum Greifanum, aðstoðar nú starfsfólk við að bera fram mat og drykk og taka af borðum. Vélmennið er hugsað sem hjálparhella fyrir starfsmenn og hefur vakið mikla gleði meðal viðskiptavina og starfsfólks. Þetta kemur fram á vef RÚV, þar sem Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Greifans, segir einnig:

„Við erum með annan stað hérna á Akureyri. Þar ætlum við að láta hann í raun og veru koma svolítið í staðinn fyrir þjónustuna þar. Það er svona staður sem er með minni þjónustu.“

COMMENTS