Barnamenningarhátíð á Akureyri 2026 verður haldin í apríl. Hægt er að sækja um styrki vegna verkefna eða viðburða sem tengjast hátíðinni og er umsóknarfrestur til og með 13. nóvember 2025.
Sótt er um í gegnum þjónustugáttina. Allar frekari upplýsingar eru að finna í verklagsreglum sjóðsins. Fyrirspurnir vegna Barnamenningarsjóðs skal senda á verkefnastjóra menningarmála hjá atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar í netfangið elisabetogn@akureyri.is.
Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíð á Akureyri 2026 á barnamenning.is.


COMMENTS