Sjúkrahúsið á Akureyri hefur boðið til opins súpufundar um fyrirhugaða nýbyggingu á hádegissúpufundi í Hofi, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 12-13. Fundinum verður einnig streymt hér: https://youtube.com/live/_xwnyW06pzA
Í tilkynningju Sjúkrahússins á Akureyri segir að nýbyggingin verði „algör bylting“ fyrir heilbrigðisþjónustu á starfsvæði sjúkrahússins.
Fundurinn verður stuttur og snarpur og er dagskráin eftirfarandi:
- Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAK
- Gunnar Líndal, verkefnastjóri á sviði rekstrar og klínískrar stoðþjónustu, fer yfir stöðu verkefnisins, undanfara og áætlanir.
- Vænt áhrif nýbyggingar á starfsemi, sjúklinga og starfsfólk:
- Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar, og Bryndís María Davíðsdóttir, deildarstjóri skurðlækningadeildar.
- Gestur Guðrúnarson, deildarstjóri dag- og göngudeildar geðsviðs, og Ragnheiður Reykjalín Magnúsdóttir, aðstoðardeildarstjóri dag- og göngudeildar geðsviðs
- Bernhard Hendrik Gerritsma, deildarstjóri legudeildar geðdeildar og Valborg Lúðvíksdóttir, aðstoðardeildarstjóri legudeildar geðdeildar
- Björn Gunnarsson, sérfræðingur á gæðadeild, fjallar um sjúkraflug
Fundarstjóri: Hilda Jana Gísladóttir, samskiptastjóri SAk
Fundurinn er stuttur og snarpur hádegisfundur sem forstjóri Sjúkrahússins opnar fundinn. Þá mun verkefnastjóri á sviði rekstrar og klínískrar stoðþjónustu, fara yfir framkvæmd verkefnisins auk þess sem fulltrúar þeirra deilda sem munu verða í nýbyggingunni segja frá því hvaða máli hún skiptir fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Þá gefst kostur á að spyrja spurninga og að fundi loknum gefst tækifæri til óformlegs spjalls.
Hægt verður að kaupa súpu og brauð á staðnum fyrir 2.490 kr.
Sjá viðburð á Facbeook: Nýbygging Sjúkrahússins á Akureyri: súpufundur | Facebook


COMMENTS