Óska eftir 2,5 milljónum frá sex sveitarfélögum á Norðurlandi eystra vegna tilraunar með fjarstýrða flugdróna

Óska eftir 2,5 milljónum frá sex sveitarfélögum á Norðurlandi eystra vegna tilraunar með fjarstýrða flugdróna

Lögreglan á Norðurlandi eystra undirbýr í tilraunaskyni að taka fjarstýrða flugdróna í notkun í umdæminu. Ætlunin er að þeir verði staðsettir í sex sveitarfélögum. Greint er frá á vef mbl.is.

Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Langanesbyggð, Norðurþing og Þingeyjarsveit eru þau sveitarfélög sem um ræðir. Sent hefur verið erindi til sveitarstjórna í þessum sveitarfélögum þar sem óskað er eftir 2,5 milljóna króna fjárframlagi frá hverju þeirra.

Erindið er til meðferðar á vettvangi nokkurra framangreindra sveitarfélaga, en fjárstuðningur hefur þegar verið samþykktur í Dalvíkurbyggð.

„Beiðnin lýtur að þátttöku sveitarfélaganna í stofnkostnaði annars vegar og hins vegar til að standa straum af þeim kostnaði sem fellur til, ef koma þarf rafmagni og netsambandi á í heimahöfn drónanna sé staðarval utan fasteigna sem lögreglan hefur umráð yfir. Ætlunin er að einn dróni verði í hverju ofangreindra sveitarfélaga,“ segir í umfjöllun Mbl þar sem lesa má nánar um málið.

COMMENTS