Ragnar Sverrisson hefur staðið vaktina í Herradeild JMJ í 60 árMynd: Akureyri Miðbær á Facebook

Ragnar Sverrisson hefur staðið vaktina í Herradeild JMJ í 60 ár

Í dag er stór dagur hjá herrafataversluninni JMJ á Akureyri þar sem að Ragnar Sverrisson fagnar 60 ára starfsafmæli. Ragnar hóf störf hjá JMJ árið 1965 aðeins 16 ára gamall og stendur enn vaktina 60 árum síðar.

Viðskiptavinum sem og gestum og gangandi er boðið í köku og konfekt í dag til klukkan 16.

„Komdu við, heilsaðu upp á Ragga, deildu góðri sögu eða minningu og fagnaðu þessum tímamótum með okkur,“ segir í tilkynningu JMJ.

COMMENTS