Um helgina opnaði alþjóðlega skrifstofukeðjan Regus sína 15. skrifstofu á Íslandi á Akureyri. Regus er nú staðsett á 15 stöðum á Íslandi og er með yfir 7.000 stöðum um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Félagið sérhæfir sig í sveigjanlegum vinnurýmum, skrifstofum, samvinnurýmum og fundarherbergjum. Í tilkynningunni segir að aðstaðan á Akureyri sé ætluð bæði fyrir fyrirtæki og ferðalanga sem þurfi að vinna eða halda fundi í fríinu ásamt fyrirtækjum á Norðurlandi sem vilji fasta skrifstofu miðsvæðis í bænum.
„Við erum virkilega ánægð með viðtökurnar og hlökkum til að styðja við viðskiptaumhverfið á Norðurlandi. Þetta er mikilvæg viðbót við okkar net og við sjáum greinilega eftirspurn eftir sveigjanlegri vinnuaðstöðu á þessum hluta landsins,“ segir Tómas Ragnarsson, forstjóri Regus á Íslandi.


COMMENTS