Rósa er sjálfboðaliði ársins á Norðurlandi eystra

Rósa er sjálfboðaliði ársins á Norðurlandi eystra

Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Fjallabyggðar, er sjálfboðaliði ársins 2025 á Norðurlandi eystra. Hún er ein fjölmargra sem var tilnefnd í tilefni af Alþóðlegum degi sjálfboðaliðans 5. desember síðastliðinn og var dregin út úr innsendum tillögum. Greint er frá á vef UMFÍ.

„Rósa hefur lengi verið formaður Golfklúbbs Fjallabyggðar og lagt mikla vinnu í starfið. Hún gengur í öll störf alveg frá því að sjá um slátt á vellinum yfir í að aðstoða við golfkennslu. Rósa er öflugur sjálfboðaliði í Fjallabyggð og stóð einmitt vaktina ásamt öðrum sjálfboðaliðum í Fjallabyggð á Landsmóti UMFÍ +50 í sumar,“ segir á vef UMFÍ.

Þegar umsagnaraðilar var spurður út í það hversu mikilvæg Rósa væri golfklúbbnum var eitt svarann á þessa leið: „Hún er golfklúbburinn“.

COMMENTS