Kennarar um land allt ætla að sýna samstöðu í yfirstandandi kjaradeilu með samstöðufundum í kvöld. Félagsfólk Kennarasambandsins Íslands (KÍ) mun koma saman á fjórum stöðum: í Skagafirði, á Akureyri, Egilsstöðum og á Austurvelli í Reykjavík. Þessir fundir eru skipulagðir til að þrýsta á stjórnvöld að ljúka kjarasamningum kennara.
Fundarstaðir og tímasetningar
Akureyri: Fundurinn hefst klukkan 19 á Ráðhústorgi. Þátttakendur munu safnast saman við Rósenberg og ganga þaðan niður á torgið.
Egilsstaðir: Samstöðufundur verður haldinn í Tjarnargarðinum og hefst einnig klukkan 19.
Skagafjörður: Á Sauðárkróki mun fundurinn fara fram á Kirkjutorgi og hefst klukkan 19.
Reykjavík: Á Austurvelli munu þátttakendur safnast saman á horni Bankastrætis og Lækjargötu klukkan 19. Þaðan verður gengið á Austurvöll, þar sem staðið verður á meðan Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur sína fyrstu stefnuræðu í þinghúsinu.
Trúnaðarmenn innan sambandsins sendu síðan tölvupóst á félagsmenn á Akureyri þar sem segir:
Aðildarfélög KÍ á Norðurlandi standa fyrir samstöðugöngu í dag kl. 19 Með göngunni vill félagsfólk KÍ þrýsta á stjórnvöld með að gengið verði frá kjarasamningum við kennara.
Gengið verður frá Rósenborg og sem leið liggur niður á Ráðhústorg og er göngufólk hvatt til að mæta með ljós.
Nokkuð er um að kennarar um allt land hafi mætt svartklætt til vinnu i dag til að sýna hug sinn til þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni.


COMMENTS