Fótboltakonan Sandra María Jessen var hetja 1.FC Köln í fyrsta sigri liðsin í þýsku deildinni á tímabilinu. Sandra María skoraði bæði mörk Köln í 2-1 sigri á Essen í kvöld.
Sandra skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik með stuttu millibili á 11. og 14. mínútu leiksins. Sandra gekk til liðs við Köln frá Þór/KA fyrir nokkrum vikum. Mörkin í kvöld voru hennar fyrstu mörk fyrir Köln í sínum fjórða leik fyrir félagið.
Mögnuð frammistaða hjá Söndru sem tryggði Köln fyrstu stig tímabilsins. Liðið situr nú í 10. sæti með 3 stig eftir fjóra leiki.


COMMENTS