Knattspyrnukonan Sandra María Jessen skoraði tvö mörk annan leikinn í röð þegar hún lék í 6-0 sigri Köln á Warbeyen í 32-liða úrslitum þýska bikarsins í gær. Í síðustu viku skoraði Sandra bæði mörk Köln í 2-1 sigri á Essen í þýsku úrvalsdeildinni.
Sandra var í byrjunarliðinu hjá Köln og spilaði sem framherji. Hún skoraði fjórða og fimmta mark síns liðs á 62. og 79. mínútu leiksins.
Sandra gekk til liðs við Köln frá Þór/KA í sumar en hún var markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og jafnframt valin leikmaður ársins. Í sumar skoraði hún tíu mörk í fjórtán leikjum fyrir Þór/KA áður en hún hélt til Þýskalands.
Sandra virðist ekkert ætla að hægja á markaskorun sinni í Þýskalandi og hefur nú gert fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum.


COMMENTS